Sunday, September 21, 2008Þessar hef ég verið að gera ásamt fleirum undanfarið. Ég hef verið að notast við nýja BO Bunny pp enda er hann algjört æði. Svo nota ég thickers stafina glimmer, svarta og hvíta, Prima filt og svo ýmisleg blóm sem ég hef átt, stefnan tekin á að nýta blóm á allar síður núna :)
FInnst svo lítil umferð hingað inn á bloggið mitt og hefur það nú líka verið sjálfri mér að kenna enda nú ekki mikill penni, nóg að gera á stóru heimili, börn, eiginmaður og vinna, en hei ég næ að setjast niður og slaka á þess á milli og skrappa síður.....

Thursday, September 4, 2008

VinkonurÞetta er síða gerð úr nýjasta BG PP Eva.....sem ég náttla bara VARÐ að fá hehe... en jú, þarna notaðist ég við Thickers glimmer stafi, HS blóm, og Prima lengjuna sem er fuglinn.... bara geggjað þetta nýjasta stöff frá þeim. Er að prufa mynda sona detail myndir......er enn að skoða hvernig ég fíla það :) bare with me..;)

Sunday, August 17, 2008

SamúðarkortÉg var beðin um að búa til samúðarkort og gerð ég það fyrir hana múttu.. ég notaðist við svartan bazzill bling, notaðist við hvít blóm og spreyjaði á þau með silfruðu... embossaði með svörtu glimmeri krossinn. Textann fékk ég úr bók sem ég fékk þegar ég missti engilinn minn.
Thursday, May 1, 2008


7 vikur.... síða sem er framhaldið af hinni sem á undan er... PP er BG Sultry og stimplarnir BG, CB er frá Tim Holtz.. málað með bleikum lit og spreyjað með gylltu glimmer.... sést betur life... :) Blóm eru Heidi Swapp, stafirnir einnig... og svo filtið er frá Fansy Pants.
Hér er það sem sagt 7 vikna sónarsíðan af Evu Karen....sem var 19 júlí 2007... og þarna sést litla baunin svo flott... ;)

Wednesday, April 16, 2008

Upphafið

Jæja þessi síða er búin að vera í hausnum á mér lengi og líka á borðinu alltof lengi..... :) en nú er ég búin og sátt við hana.... pp er nýji BG Sultry línan, skar út laufblaðapappírinn og stimplaði til vinstri með nýju BG stimplunum. Blómin eru SU og spreyjuð með gylltu mist. sést ekki á myndinni...

Textinn er sagan um hvernig Eva Karen varð til... og leyfi ég honum að fylgja með. Þetta er semsagt mynd af fósturvísunum sem settir voru upp 15 júní 2007.

Í textanum er:

29 mars 2007 byrjaði ég að sprauta mig með suprefact fyrir meðferð. Það gekk vel að “slökkva” á mér og tók það um tæpar 3 vikur og svo byrjaði ég að örva mig. 2 mai var ég tilbúin til að ná í eggin. Það náðust 22 egg og 11 af þeim frjóvguðust og voru fryst 3 mai 2007. Þarna þurfti ég að halda áfram á suprefact þar sem hafði myndastsepi í leginu og einnig var ég við það að oförvast. Þurfti ég því að fara í speglun og útskröpun þarna viku síðar. Svo hélt ég áfram á suprefact og byrjaði svo meðferðina með því að notast við Femanest til að byggja upp slímhúðina til að taka á móti fósturvísunum.
Svo kom að því að ég var tilbúin til uppsetningar eftir 77 daga á suprefact
sprautunum þann 15 júní 2007. Það voru teknir út 3 fósturvísar og tveir
bestu settir upp, 1 var með mjög góða einkunn og annar aðeins verri. Svo fór ég heim og hafði það náðugt um helgina og gerði lítið sem ekkert næstu tvær vikurnar. Sat í sólinni og skrappaði.
29 júní 2007 á afmælisdegi Kristófers sem varð 11 ára þann dag kom að blóðprufu og jákvæðu svari J Hcg gildin voru um og yfir 180 og leit allt mjög vel út. Ég átti svo að koma 19 júlí í sónar hjá þeim á Art og svo var ég útskrifuð. Vongóðir foreldrar gengu þennan dag út frá þeim á Art Medica og hringdu svo niður á Landsspítala þar sem mér var gefin tími í fyrstu mæðraskoðunina 26 júlí 2007.

Wednesday, January 30, 2008

Eftirvænting
Það var skorað á mig á Beggu lista að gera síðu... svart/hvíta, með chip og borða... hér er svo útkoman... Svartur bazzill, blóma chip, málað hvítt og embossað með glimmer... hvítur borði með prima blómum og bling steinum... stafirnir eru gerðir í krybbunni minni og stafatýpan er Tear Drop...

Sunday, January 27, 2008Þetta skírnarkort gerði ég fyrir litlu frænku Sigrúnar Rakelar.. hún var skírð núna í janúar. Ég notaði bleikan SU stimpil, og auðvitað SU stimpilinn sjálfan, finnst þessi svo krúttaralegur og hentugur fyrir sírnarkortin.. svo bleikan bazzill, renndi honum í gegnum croppið með bleikum embossing... burstaði yfir með su bleiku bleiki og notaðist svo við Prima bleiku blómin og bling með... mjög ánægð með kortið... setti svo fallegt skírnarljóð inní sem ég læt hér fylgja með :)

Ég bið þig, Jesú, blessa þúhvert barnið smátt í heimi,að vaxi þeirra von og trú. Þín verndin mild svo geymi þau alla tíð í heimi hér.Ó, heyr þá bæn er biðjum vér.
Skírnarsálmur Andreu. 3. vers