
Textinn er sagan um hvernig Eva Karen varð til... og leyfi ég honum að fylgja með. Þetta er semsagt mynd af fósturvísunum sem settir voru upp 15 júní 2007.
Í textanum er:
29 mars 2007 byrjaði ég að sprauta mig með suprefact fyrir meðferð. Það gekk vel að “slökkva” á mér og tók það um tæpar 3 vikur og svo byrjaði ég að örva mig. 2 mai var ég tilbúin til að ná í eggin. Það náðust 22 egg og 11 af þeim frjóvguðust og voru fryst 3 mai 2007. Þarna þurfti ég að halda áfram á suprefact þar sem hafði myndastsepi í leginu og einnig var ég við það að oförvast. Þurfti ég því að fara í speglun og útskröpun þarna viku síðar. Svo hélt ég áfram á suprefact og byrjaði svo meðferðina með því að notast við Femanest til að byggja upp slímhúðina til að taka á móti fósturvísunum.
Svo kom að því að ég var tilbúin til uppsetningar eftir 77 daga á suprefact
sprautunum þann 15 júní 2007. Það voru teknir út 3 fósturvísar og tveir
bestu settir upp, 1 var með mjög góða einkunn og annar aðeins verri. Svo fór ég heim og hafði það náðugt um helgina og gerði lítið sem ekkert næstu tvær vikurnar. Sat í sólinni og skrappaði.
29 júní 2007 á afmælisdegi Kristófers sem varð 11 ára þann dag kom að blóðprufu og jákvæðu svari J Hcg gildin voru um og yfir 180 og leit allt mjög vel út. Ég átti svo að koma 19 júlí í sónar hjá þeim á Art og svo var ég útskrifuð. Vongóðir foreldrar gengu þennan dag út frá þeim á Art Medica og hringdu svo niður á Landsspítala þar sem mér var gefin tími í fyrstu mæðraskoðunina 26 júlí 2007.
5 comments:
Ó mæ :D
Bara fallegt!!!
virkilega flott :)
Ekkert smá sæt, ég fékk hreinlega tár í augun við að lesa textann :)
flott síða og æðislegur texti... það er svo gott að koma þessu á blað :)
Virkilega flott síða hjá þér skvís.
kv Jóhanna Björg
Post a Comment