
Þetta skírnarkort gerði ég fyrir litlu frænku Sigrúnar Rakelar.. hún var skírð núna í janúar. Ég notaði bleikan SU stimpil, og auðvitað SU stimpilinn sjálfan, finnst þessi svo krúttaralegur og hentugur fyrir sírnarkortin.. svo bleikan bazzill, renndi honum í gegnum croppið með bleikum embossing... burstaði yfir með su bleiku bleiki og notaðist svo við Prima bleiku blómin og bling með... mjög ánægð með kortið... setti svo fallegt skírnarljóð inní sem ég læt hér fylgja með :)
Ég bið þig, Jesú, blessa þúhvert barnið smátt í heimi,að vaxi þeirra von og trú. Þín verndin mild svo geymi þau alla tíð í heimi hér.Ó, heyr þá bæn er biðjum vér.
Skírnarsálmur Andreu. 3. vers
5 comments:
þetta er æðislegt skírnarkort og stimpillinn passar vel við
Æðislegt kort og þú segir satt, stimpillinn passar mjög vel við tækifærið.
Kv. Inger Rós
vá æðisleg!! svo falleg!!
Æðislegt kort, finnst þessu stimpill SVO sætur :D
Rosalega fallegt kort Heiðrún.
Post a Comment