
Sunday, September 21, 2008

Thursday, September 4, 2008
Vinkonur

Þetta er síða gerð úr nýjasta BG PP Eva.....sem ég náttla bara VARÐ að fá hehe... en jú, þarna notaðist ég við Thickers glimmer stafi, HS blóm, og Prima lengjuna sem er fuglinn.... bara geggjað þetta nýjasta stöff frá þeim. Er að prufa mynda sona detail myndir......er enn að skoða hvernig ég fíla það :) bare with me..;)
Sunday, August 17, 2008
Samúðarkort
Thursday, May 1, 2008

Wednesday, April 16, 2008
Upphafið

Textinn er sagan um hvernig Eva Karen varð til... og leyfi ég honum að fylgja með. Þetta er semsagt mynd af fósturvísunum sem settir voru upp 15 júní 2007.
Í textanum er:
29 mars 2007 byrjaði ég að sprauta mig með suprefact fyrir meðferð. Það gekk vel að “slökkva” á mér og tók það um tæpar 3 vikur og svo byrjaði ég að örva mig. 2 mai var ég tilbúin til að ná í eggin. Það náðust 22 egg og 11 af þeim frjóvguðust og voru fryst 3 mai 2007. Þarna þurfti ég að halda áfram á suprefact þar sem hafði myndastsepi í leginu og einnig var ég við það að oförvast. Þurfti ég því að fara í speglun og útskröpun þarna viku síðar. Svo hélt ég áfram á suprefact og byrjaði svo meðferðina með því að notast við Femanest til að byggja upp slímhúðina til að taka á móti fósturvísunum.
Svo kom að því að ég var tilbúin til uppsetningar eftir 77 daga á suprefact
sprautunum þann 15 júní 2007. Það voru teknir út 3 fósturvísar og tveir
bestu settir upp, 1 var með mjög góða einkunn og annar aðeins verri. Svo fór ég heim og hafði það náðugt um helgina og gerði lítið sem ekkert næstu tvær vikurnar. Sat í sólinni og skrappaði.
29 júní 2007 á afmælisdegi Kristófers sem varð 11 ára þann dag kom að blóðprufu og jákvæðu svari J Hcg gildin voru um og yfir 180 og leit allt mjög vel út. Ég átti svo að koma 19 júlí í sónar hjá þeim á Art og svo var ég útskrifuð. Vongóðir foreldrar gengu þennan dag út frá þeim á Art Medica og hringdu svo niður á Landsspítala þar sem mér var gefin tími í fyrstu mæðraskoðunina 26 júlí 2007.
Wednesday, January 30, 2008

Sunday, January 27, 2008

Þetta skírnarkort gerði ég fyrir litlu frænku Sigrúnar Rakelar.. hún var skírð núna í janúar. Ég notaði bleikan SU stimpil, og auðvitað SU stimpilinn sjálfan, finnst þessi svo krúttaralegur og hentugur fyrir sírnarkortin.. svo bleikan bazzill, renndi honum í gegnum croppið með bleikum embossing... burstaði yfir með su bleiku bleiki og notaðist svo við Prima bleiku blómin og bling með... mjög ánægð með kortið... setti svo fallegt skírnarljóð inní sem ég læt hér fylgja með :)
Ég bið þig, Jesú, blessa þúhvert barnið smátt í heimi,að vaxi þeirra von og trú. Þín verndin mild svo geymi þau alla tíð í heimi hér.Ó, heyr þá bæn er biðjum vér.
Skírnarsálmur Andreu. 3. vers