Wednesday, January 30, 2008

Eftirvænting
Það var skorað á mig á Beggu lista að gera síðu... svart/hvíta, með chip og borða... hér er svo útkoman... Svartur bazzill, blóma chip, málað hvítt og embossað með glimmer... hvítur borði með prima blómum og bling steinum... stafirnir eru gerðir í krybbunni minni og stafatýpan er Tear Drop...

Sunday, January 27, 2008



Þetta skírnarkort gerði ég fyrir litlu frænku Sigrúnar Rakelar.. hún var skírð núna í janúar. Ég notaði bleikan SU stimpil, og auðvitað SU stimpilinn sjálfan, finnst þessi svo krúttaralegur og hentugur fyrir sírnarkortin.. svo bleikan bazzill, renndi honum í gegnum croppið með bleikum embossing... burstaði yfir með su bleiku bleiki og notaðist svo við Prima bleiku blómin og bling með... mjög ánægð með kortið... setti svo fallegt skírnarljóð inní sem ég læt hér fylgja með :)

Ég bið þig, Jesú, blessa þúhvert barnið smátt í heimi,að vaxi þeirra von og trú. Þín verndin mild svo geymi þau alla tíð í heimi hér.Ó, heyr þá bæn er biðjum vér.
Skírnarsálmur Andreu. 3. vers


Vó ég þarf nú að fara virkja þetta blogg mitt :)

Jæja fyrsta föndur ársins.....eða svona næstum því... en þetta er held ég um þriðja kortið sem ég geri 2008 en mitt allra fyrsta Magnoliu kort... stimplar sem ég er algjörlega búin að kolfalla fyrir... og nú er bara bíða eftir prisma litunum til að gera þau enn flottari... ;)


Hér er litli strákurinn... litaður með Su vatnlitum og blender penna... fékk strákinn lánaðan, en tréð og blómin átti ég... svo er það bara grænn bazzill og grænn Su pp undir...


jæja þar til næst....